Entries by Magnús Már Guðmundsson

Gott samfélag

Reykjavíkurborg hefur á liðnu kjörtímabili stóraukið framlög til skólastarfs og velferðarmála, fjölgað félagslegum íbúðum, stórhækkað frístundastyrkinn, eflt almenningssamgöngur, nánast eytt launamun kynjanna og verið í fararbroddi í vinnu gegn hvers kyns ofbeldi. Við höfum lagt áherslu á geðheilbrigði og öflugan stuðning við börn og fjölskyldur í vanda. Það er mikilvægt að haldið sé áfram að […]

Leikskólauppbyggingin í Vesturbæ

Við erum stolt af leikskólunum okkar og erum ekki ein um það því samkvæmt nýjustu þjónustukönnun þá eru 96 prósent foreldra ánægðir með leikskóla barna sinna. Fátt skiptir meira máli fyrir lífsgæði barna en að fá að þroskast, læra og leika við örvandi aðstæður. Þess vegna leggur Samfylkingin höfuðáherslu á að öll börn eigi þess […]

Kosið um framtíð Reykjavíkur

Kosningarnar 26. maí skipta miklu máli fyrir framtíð Reykjavíkur og í kosningabaráttu síðustu vikna hafa kristallast mjög ólíkar hugmyndir um þróun borgarinnar. Á undanförnum árum höfum við verið að leiða breytingar í Reykjavík sem blasa við borgarbúum í þeirra nánasta umhverfi. Reykjavík er að verða meiri borg. Hverfin eru að lifna við með fjölbreyttari nærþjónustu. […]

Endurreisn miðborgarinnar

Það er mikið um að vera víða í borginni þessi misserin. Byggingarkrana ber við himinn, timburveggir loka gangstéttum, sem er glatað en sem betur fer tímabundið, steypubílar bíða eftir því að röðin komi að þeim. Byggingarnar þjóta upp. Uppi í Efstaleiti við hús Ríkisútvarpsins er verið að byggja 360 íbúðir og niður við Hlíðarenda rísa […]

Áfram Reykjavík

Reykjavík er nú heilsueflandi borg en það þýðir að unnið er að því markvisst að skapa borg sem stuðlar að vellíðan borgarbúa og gerir þeim auðvelt að taka góðar ákvarðanir fyrir sína heilsu. Við viljum móta samfélag þar sem allir fá tækifæri og enginn er skilinn eftir. Á liðnu kjörtímabili hefur meirihlutinn í borgarstjórn markað […]

Nýtt Breiðholt – Nýtt samfélag

Kynni mín af Breiðholtinu hófust árið 1986 þegar ég fór að æfa sund með Sundfélaginu Ægi, í Breiðholtslaug, tæplega níu ára gömul. Sem barn hjólaði ég úr Kópavogi, um undirgöngin í Mjóddina, eftir göngustígum hverfisins upp í sundlaug. Ræturnar gagnvart hverfinu voru lagðar, og liggja enn, víða um hverfið. Ég vissi ekki þá, að ég […]

Ungt fólk, fyrstu kaupendur og nýjar stúdentaíbúðir

Borgin hefur í samstarfi við Félagsstofnun stúdenta farið í umfangsmikla uppbyggingu á stúdentaíbúðum. Þær íbúðir rísa nú í stórum stíl. Af þeim verkefnum sem teljast ný eru Oddagarðar við Sæmundargötu og Skjólgarðar við Brautarholt sem opnuðu árið 2016. Nú eru stærstu stúdentagarðar landsins að rísa sem telja 244 íbúðareiningar á reit Vísindagarða í Vatnsmýrinni. Það […]

Framtíðin er núna

Í borgarstjórnarkosningunum á laugardaginn verður kosið um þróun borgarinnar til framtíðar. Hvernig borg verður Reykjavík eftir fjögur ár, hvernig verður hún árið 2030? Verður hún vistvæn og mannvæn? Verður losun gróðurhúsaloftegunda mikil eða sama og engin í borginni? Verður Reykjavík græn eða grá? Verða hér öflugar og hraðvirkar almenningssamgöngur? Mun félagslegt misrétti aukast eða minnka […]

Borgarlína, nei takk?

Meirihluti Reykvíkinga ferðast einn um í bíl. Annar stærsti kostnaðarliður heimilanna er samgöngur. Samkvæmt FÍB kostar rekstur lítils fólksbíls yfir milljón á ári og mörg heimili reka fleiri en einn. Beinn kostnaður borgarinnar af rekstri og viðhaldi gatnakerfisins er um 3,2 milljarðar á ári. Tekjur borgarinnar af bílum eru engar umfram bílastæðagjöld. Borgin er skipulögð […]

Húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur

Yfirstandi kjörtímabil hefur verið mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. Aldrei áður hafa verið jafnmargar íbúðir í byggingu í Reykjavík og einmitt nú. Samfélagið er að gjalda það dýru verði að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lagði niður verkamannabústaðakerfið. Fyrir vikið eru fjölmargir sem eiga erfitt með að koma sér öruggu þaki yfir höfuðið. Til að mæta […]

Fyrir Kjalarnes

Það þarf nokkurn kjark, að mér finnst, til að stíga fram og taka sæti á lista stjórnmálaflokks þar sem ekki fer mikið fyrir trausti til þeirra frá hruni. Í stað þess að standa á hliðarlínunni eins og ég hef gert meira og minna síðan ég var krakki þegar ég sat í kjördeildum og dreifði kosningariti […]

Leikskólauppbygging í Grafarvogi strax í haust

Leikskólarnir í borginni eru í hæsta gæðaflokki enda eru 96 prósent foreldra ánægðir með leikskóla barna sinna samkvæmt nýjustu þjónustukönnun. Fátt skiptir meira máli fyrir lífsgæði barna en að fá að þroskast, læra og leika við örvandi aðstæður. Þess vegna leggur Samfylkingin í Reykjavík höfuðáherslu á að öll börn eigi þess kost innan fárra ára […]

Borg þar sem er gott að vera ung

Reykjavík er höfuðborg okkar allra. Þess vegna skiptir máli að hún sé fjölbreytt, lifandi og skemmtileg og haldi áfram að vera borg fyrir okkur öll. Ég vil búa í höfuðborg þar sem hægt er að ganga, hjóla og taka strætó milli hverfa. Þar sem hægt er að taka Borgarlínu hratt og örugglega borgarmarka á milli […]

Reykjavík fyrir allar fjölskyldur

Fjölskyldugerðir eru margskonar og má þar meðal annars nefna kjarnafjölskyldur, einstæða foreldra, stjúpfjölskyldur eða fósturfjölskyldur. Að tilheyra fjölskyldu getur þýtt að þú hafir fjölbreytilegar skyldur en sumir eru svo heppnir að eiga börn og aðrir eiga ömmur og afa eða aldraða foreldra. Stundum eru nánustu vinir einnig ígildi fjölskyldu. Við fögnum margbreytilegum fjölskyldugerðum í borgarsamfélagi […]

Reykjavík er okkar allra

Já, hún er okkar allra. Margbreytileiki er það fyrsta sem kemur upp í hugann – þar er rými fyrir alla, sama hvernig við erum og sama hvaðan við komum. Það er ekki draumsýn að vilja sjá góða borg betri, það er eðli borgar að þróast og vera í stöðugri endurnýjum á öllum sviðum. Ég vil […]

Frá vellíðan frá vöggu til grafar

Þriðja heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að „stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar“ og í því felst meðal annars að efla forvarnir og stuðla að geðheilbrigði. Markmið Samfylkingarinnar er að vinna enn frekar að því að gera Reykjavíkurborg að heilsueflandi samfélagi í takt við heimsmarkmiðin. Með nýrri lýðheilsustefnu viljum við […]

Almenningssamgöngur þvert á hverfi

Kæri Árbæingur. Undanfarið kjörtímabil hef ég leitt Hverfisráð Árbæjar og unnið ásamt öðrum fulltrúum þess að hagsmunum hverfisins okkar eins og mér hefur frekast reynst unnt. Ég er fæddur og uppalinn Árbæingur og er nú sjálfur að ala upp börnin mín fjögur í hverfinu. Búsetan hér og um tíma í Grafarvogi hefur kveikt sérstakan áhuga […]

Reykjavík í samkeppni við aðrar borgir

Samkeppnishæfni Reykjavíkur hefur verið okkar helsta verkefni á undanförnum árum. Til þess að teljast samkeppnishæf verðum við að vera lífsgæðaborg, skólaborg og velferðarborg en jafnframt fjölga spennandi störfum og tækifærum fyrir ungt fólk og stuðla að öflugu, fjölbreyttu atvinnulífi. Reykjavík hefur verið hástökkvari bæði í nýlegum alþjóðlegum samanburði á lífsgæðum og samkeppnishæfni. Að þróa fjölbreytta, […]

Klárum uppbyggingu leikskólanna

Leikskólarnir okkar eru á heimsmælikvarða og 96 prósent foreldra eru ánægðir með leikskóla barna sinna samkvæmt nýjustu þjónustukönnun. Þar fá börnin okkar kjöraðstæður til að þroskast, læra og leika. Fátt skiptir meira máli fyrir lífsgæði okkar allra en öflugir leikskólar. Þess vegna leggur Samfylkingin í Reykjavík höfuðáherslu á að börnum verði boðið pláss á leikskóla […]

Grafarvogurinn út um glugga 6-unnar

Strætóleið 6 eða 6-an eins og flestir þekkja hana er ein af lífæðum Grafarvogs. Hún flytur Grafarvogsbúa milli staða í hverfinu en einnig út úr því til annara staða í Reykjavík. Maður hittir mikið af Grafavogsbúum í 6-unni. Á morgnana flytur hún framhaldsskólanema í skóla innan sem utan Grafarvogs, þreytta háskólanema í HÍ og HR […]

Ný og framsækin menntastefna Reykjavíkur

Undanfarna 18 mánuði hefur staðið yfir merkileg vinna í Reykjavík við að móta sameiginlega menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030. Þúsundir manna hafi komið að þessari vinnu sem hafði það markmið að ná samstöðu um mikilvægustu umbætur á skóla- og frístundastarfi borgarinnar með það í huga að nesta börn og unglinga í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi sem […]

Metnaðarfull menntastefna Samfylkingarinnar

Samfylkingin hefur sett menntamál í borginni í forgang með því að auka framlög um 9 milljarða að raungildi frá 2014. Forgangsverkefni er að bæta kjör starfsfólks og vinnuumhverfi og nú liggja fyrir drög að framsækinni menntastefnu Reykjavíkur til 2030 sem þúsundir aðila í skólasamfélaginu hafa tekið þátt í að móta. Leikskólar fyrir börn frá 12 […]