Entries by xS-Reykjavík

Akstur á kjörstað, kosningakaffi og kosningavökur

Kosningakaffi Á kjördag verður kosningakaffi Samfylkingarinnar í Víkingsheimilinu í Traðarlandi frá kl. 13.30-17.30. Kosningavaka Kosningavaka  verður í Austurbæ á Snorrabraut 37 (áður Austurbæjarbíó).Við ætlum að hittast og fagna saman góðri og öflugri kosningabaráttu og fylgjast með úrslitum á stórum skjá. Húsið opnar kl. 21:00. Akstur á kjörstað Boðið er upp á akstur á kjörstað í […]

Borgin okkar allra

Ég vil sjá samfélag þar sem við öll fáum tækifæri til að þroskast og dafna og enginn er skilinn eftir. Lífið færir flestum okkar áskoranir til að takast á við og þær geta birst hvenær sem er, sama hvar við erum stödd á lífsleiðinni og hvort sem við glímum við veikindi, atvinnuleysi, fötlun eða barnið […]

Það er kosið um þetta!

Það er kosið um nýja borgarstjórn á morgun laugardag og þó framboðin hafi aldrei verið fleiri eru valkostirnir í raun mjög skýrir: spennandi framtíð í fjölbreyttri og nútímalegri borg sem leggur áherslu á húsnæðisuppbyggingu, vistvænar samgöngur og almannaþjónustu á forsendum jafnaðarstefnu eða afturhvarf til fortíðar með mislægum gatnamótum, útþenslu borgarinnar, markaðslausnum í húsnæðis- og skólamálum […]

Áfram jafnrétti!

Reykjavíkurborg undir stjórn Samfylkingarinnar setti á laggirnar ofbeldisvarnarnefnd  árið 2015 til að tryggja að forvarnir gegn hverskyns ofbeldi væri alltaf á borði stjórnmálanna. Ofbeldisvarnarnefnd er einnig vettvangur samráðs borgarinnar, sérfræðinga og grasrótar. Þannig getum við samhæft aðgerðir á sviði ofbeldisforvarna og stuðlað að upplýstri umræðu um ofbeldi á öllum sviðum borgarinnar og öruggara borgarsamfélagi. Ofbeldisvarnarnefnd hefur […]

Opnun kosningamiðstöðvar

Formleg opnun kosningamiðstöðvar Samfylkingarinnar í Reykjavík verður laugardaginn 5. maí næstkomandi. Kosningamiðstöðin er staðsett við Hverfisgötu 32 og hægt er að ganga þar inn en einnig af Hjartartorgi. Vöfflur og bakkelsi verða á boðstólunum frá kl. 15. Blöðrudýr verða einnig á staðnum fyrir börnin og fleira skemmtilegt! Partí hefst síðan kl. 21 og verða léttar […]