Færslur eftir Skúli Helgason

Borg fyrir börn

Skúli Helgason skrifar: Samfylkingin leggur áherslu á húsnæðismál og málefni barnafólks í borgarstjórnarkosningunum .  Þar vega þungt skóla- og frístundamál enda renna um 40% af útgjöldum borgarsjóðs til þeirra mikilvægu mála.  Mikilvægustu verkefni skólamálanna eru bætt kjör kennara í leikskólum og grunnskólum, nemendamiðað skólastarf sem tekur mið af hæfileikum og áhugasviði hvers og eins og […]

Fjárfestum í fólki

Skúli Helgason skrifar: Ungir karlmenn eru fjölmennastir í hópi þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna samkvæmt nýrri skýrslu Rauða Kross Íslands. 57% þeirra 3.350 einstaklinga sem þáðu framfærslustyrk í Reykjavík á árinu 2013 hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi og má því ætla að meirihluti þeirra komi úr röðum nemenda sem fallið hafa brott úr framhaldsskóla. Brotthvarf úr […]

Samfylkingin í Reykjavík samþykkir framboðslista. Dagur B Eggertsson er borgarstjóraefni flokksins.

Fundur Fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í gærkvöld framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Dagur B. Eggertsson, læknir og borgarfulltrúi, leiðir listann og er borgarstjóraefni flokksins. Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi og borgarfulltrúi er í 2. sæti. Hjálmar Sveinsson skipar þriðja sætið og Kristín Soffía Jónsdóttir það fjórða. Listinn er annars skipaður eftirfarandi 30 […]

Fimmtán frambjóðendur

Fimmtán bjóða sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 7.- 8. febrúar næstkomandi, sjö konur og átta karlar. Frambjóðendur hefja undirbúninginn fyrir flokksvalið í sameiningu með því að þiggja boð Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, um að snæða með þeim kjötsúpu og ræða stöðu ungs fólks í Reykjavík. Meðalaldur frambjóðenda reynist vera 42 ár. […]