Kosningakaffi og kosningavaka

Venju samkvæmt verður Samfylkingin í Reykjavík með kosningakaffi á kjördag og kosningavöku um kvöldið. Þar eru öll velkomin.

Kosningakaffið, þar sem boðið verður uppá kaffi og kruðerí, verður í Framheimilinu að Safamýri 26. Það hefst klukkan 14:00 og stendur yfir til klukkan 18:00.

Kosningavakan verður svo í Stúdentakjallaranum (þeim nýja undir Háskólatorgi). Húsið opnar klukkan 21:00 og stendur gleðin yfir fram eftir nóttu.

Elsku vinir, fjölmennum og gleðjumst saman!

Viðburðurinn á facebook 

Hvernig fæ ég XS á Facebook profile myndina mína?

Það er til törlega einfalt, Smelltu á takkan hér að neðan og fylgdu skrefunum þar eftir.

 

Hvar á ég að kjósa?

Hér fyrir neðan geturðu slegið inn kennitölu þína til að sjá hvar þú átt áð kjósa. Kjörstaðir opna að morgni 31. maí en kosið er milli kl. 9.00 og 22.00

Hverfið okkar

Heiða Björg Hilmisdóttir og Magnús Már Guðmundsson skrifa:

Heiða MAGNÚS MA´R

Flest tökum við ástfóstri við eitthvað tiltekið hverfi um ævina og viljum helst hvergi annarsstaðar vera. Hverfi þar sem við ölum börnin upp og eignumst góða vini meðal granna og innan foreldrasamfélagsins. Hverfi sem inniheldur t.a.m. bakaríið, fiskbúðina, bókasafnið, skólann, leikskólann, félagsmiðstöðina, útivistarsvæði, heilsugæsluna og allt hitt sem gerir hverfið að litlum bæ í borginni. Hverfið okkar – og það skiptir máli hvernig það þróast.

Leggjum hönd á plóg

Í okkar huga skiptir afar miklu máli að áfram verði haldið á braut íbúalýðræðis og aukinnar virkni borgarbúa í foreldra- og hverfastarfi. Það getur nefnilega verið mjög ánægjulegt að fylgjast með því hvernig hugmynd á hverfafundi getur orðið að raunverulegum betrumbótum t.a.m. á umhverfi barnanna og hverfisins, að tilstuðlan íbúakosningar á lýðræðisvefnum Betri Reykjavík. Þá er gott að fylgjast með frábæru starfi foreldrafélaganna  og finna hvernig það hefur myndað tengsl meðal foreldra og barna, bætt skólabraginn og hverfisandann og gert hverfin að enn betri stað en ella.

 Aukin áhrif íbúa

Samfylkingin í Reykjavík vill ganga enn lengra en gert hefur verið á liðnu kjörtímabili við að færa aukna ábyrgð á rekstri og ákvörðunum um stjórn borgarinnar út í hverfin í samráði við borgarbúa og starfsfólk.

Við viljum þróa lýðræðisvefinn Betri Reykjavík og tryggja virka þátttöku borgarstjóra og kjörinna fulltrúa á rafrænum vettvangi, m.a. með mánaðarlegu vefspjalli borgarstjóra. Við viljum endurvekja hverfafundi borgarstjóra. Við viljum ljúka við hverfaskipulag, áætlun um sjálfbærni og tækifæri í öllum hverfum, þar sem meðal annars verði fjallað um hvernig tryggja megi heildstæða, aðgengilega og góða þjónustu í hverfum borgarinnar og við viljum ráða hverfisstjóra að fyrirmynd Breiðholtshverfis í öðrum borgarhlutum.

Við viljum raunar ganga enn lengra, endurskoða hlutverk hverfaráðanna og gera tilraun með beina kosningu í þau og gefa íbúm hverfanna þannig enn frekari tækifæri til að leggja hönd á plóg í sínum hverfum.

Öflugara foreldrasamfélag

Við í Samfylkingunni vitum líka að öflugt foreldrastarf stuðlar að velferð barna í skólum. Við viljum stuðla að því að allir foreldrar hafi tækifæri til að koma að stefnumótun og taka þátt í starfi skólans, t.d. með sérstaka foreldrahandbók sem allir foreldrar fá við upphaf skólagöngu barns í Reykjavík. Við viljum einnig tryggja aukin áhrif foreldra, m.a. með auknu aðgengi foreldra að kjörnum fulltrúum með reglulegum opnum fundum um skólamál.

Enn betri hverfi

Við sem þekkjum og njótum okkar hverfis, hvert sem það er, vitum hversu dýrmætt umhverfi okkar og nærsamfélag getur verið. Með auknu íbúalýðræði og aukinni þátttöku okkar í málefnum hverfisins getum við gert gott hverfi enn betra. Að því viljum við í Samfylkingunni í Reykjavík áfram vinna með þér á komandi kjörtímabili.

Greinin birtist upphaflega í hverfablaðinu Laugardalur, Háaleiti, Bústaðir.