Er Borgarlína eitthvað frábrugðin strætó í eðli sínu? Hver er áætlaður kostnaður við Borgarlínu? Hvenær yrði hún tilbúin og nothæf?

Já, borgarlína er frábrugðin strætó að því leyti að hún er BRT kerfi eða Bus Rapid Transit. Borgarlínan er í raun þrír hlutir. 1) leiðarkerfi, 2) þróunaráætlun, 3) tæknikerfi. Það sem skiptir máli þar, er að það er allt annað samgöngukerfi en hið hefðbundna strætókerfi. Það sem aðgreinir þessi tvö kerfi er að biðstöðvar eru stærri og veglegri, tíðnin er hærri og mun borgarlína ganga á 5-7 mínútna fresti, vagnarnir keyra í sérrými alla leið og það er hægt að greiða í vagninn og ganga inn í hann hvar sem er. Það er conceptið á bakvið BRT kerfi sem er hægt að lesa sér til um á t.d. Wikipedia. Borgir um allan heim af öllum stærðum, gerðum og loftslagi eru með BRT kerfi í undirbúningi, í framkæmd eða rekstri og gengur þetta afar vel. Með því að hafa borgarlínu í sérrými gefur það góða möguleika á því að vagnarnir geti þegar fram líða stundir verið sjálfakandi. Kostnaður við fyrsta áfanga borgarlínu eru 40 milljarðar þar sem ríkið mun greiða hluta á móti sveitarfélögunum. Þetta er fjárfesting til framtíðar í almenningssamgöngum sem eru umhverfisvænar, draga úr mengun, bæta ferðatíma og mun gera okkur kleift að byggja þétta borg meðfram helstu stöðvum borgarlínu. Ef allt gengur að óskum þá gætu framkvæmdir hafist á næsta ári í fyrsta lagi eftir að hönnun lýkur. Við höfum sagt að ef við þurfum að bíða of lengi eftir fjármagni frá ríkinu, þá getum við notað sterka stöðu til að lána ríkinu fyrir borgarlínu þar til framlögin koma frá þeim. Þannig fáum við borgarlínu mun fyrr. Borgarlínan gæti orðið nothæf að 3-5 árum liðnum. Tækniþróun getur orðið til þess að við getum orðið sneggri.

Er Borgarlína eitthvað frábrugðin strætó í eðli sínu? Hver er áætlaður kostnaður við Borgarlínu? Hvenær yrði hún tilbúin og nothæf?

Já Borgarlína er frábrugðin strætó að því leyti að hún er eins konar hraðvagnakerfi sem á ensku kallast BRT eða Bus Rapid Transit. Borgarlínan er í raun þrír hlutir. 1. Leiðarkerfi, 2 þróunaráætlun, 3 tæknikerfi. Það sem skiptir máli þar, er að það er allt annað samgöngukerfi en hið hefðbundna strætókerfi. Það sem aðgreinir þessi tvö kerfi er að biðstöðvar eru stærri og veglegri, tíðnin er hærri og mun borgarlína ganga á 5-7 mínútna fresti, vagnarnir keyra í sérrými alla leið og það er hægt að greiða í vagninn og ganga inn í hann hvar sem er.  Borgir um allan heim af öllum stærðum, gerðum og loftslagi eru með BRT kerfi í undirbúningi, í framkvæmd eða rekstri og gengur vel. Með því að hafa borgarlínu í sérrými gefur það góða möguleika á því að vagnarnir geti þegar fram líða stundir verið sjálfakandi. Kostnaður við fyrsta áfanga borgarlínu eru 40 milljarðar þar sem ríkið mun greiða hluta á móti sveitarfélögunum. Þetta er fjárfesting til framtíðar í almenningssamgöngum sem bæta verulega umferðarmenninguna, Borgarlínan er umhverfisvæn, dregur úr mengun, styttir ferða- og biðtíma og mun gera okkur kleift að byggja þétta borg meðfram helstu stöðvum hennar.
Ef allt gengur að óskum þá gætu framkvæmdir hafist á næsta ári eftir að samningar um fjármögnun liggja fyrir og hönnun lýkur. Við höfum sagt að ef við þurfum að bíða of lengi eftir fjármagni frá ríkinu, þá getum við notað sterka stöðu borgarsjóðs til að lána ríkinu fyrir Borgarlínu þar til framlögin koma frá þeim. Þannig fáum við Borgarlínu mun fyrr. Borgarlínan gæti orðið nothæf að 3-5 árum liðnum. Tækniþróun getur orðið til þess að stytta þann tíma.

Hvað er Borgarlína?

Borgarlína er svokallað hraðvagnakerfi (e. bus rapid transit) sem er hryggjarstykkið í þróun höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 og mun bylta öllum samgöngum í borginni. Borgarlínuvagnar munu ganga fyrir rafmagni og ferðast á 5 til 7 mínútna fresti á sérakreinum og hafa forgang á umferðarljósum. Fargjöld verða greidd fyrirfram og stoppistöðvar verða upphitaðar og yfirbyggðar.

Ávinningur borgarbúa af Borgarlínu er margþættur – bættar almenningssamgöngur fyrir þá sem geta og vilja nota almenningssamgöngur, léttari umferð fyrir alla hina sem geta ekki eða vilja ekki nota almenningssamgöngur og síðast en ekki síst minni mengun og betra loft fyrir okkur öll.

Borgarlína mun ekki koma í stað hefðbundinna strætisvagna heldur munu Borgarlína og Strætó vinna saman þannig að Borgarlína tengir hverfi borgarinnar og Strætó lagar sig að því. Hundruð borga um allan heim hafa komið á fót hraðvagnakerfi á borð við Borgarlínu með góðum árangri.

Nýlegt kynningarmyndband um Borgarlínu.

En er Borgarlína ekki of dýr?

Nei, Borgarlína er besta og hagkvæmasta leiðin fyrir Reykjavík til að létta á umferðinni og búa í haginn fyrir framtíðina. Það er vegna þess að allir aðrir kostir eru miklu dýrari. Það er búið að reikna þetta út og þetta er það sem umferðarmódelin segja.

Íbúum höfuðborgarsvæðisins mun fjölga um 70 þúsund til ársins 2040 sem er eins og eitt stykki Kópavogur, eitt stykki Hafnarfjörður og hálfur Garðabær. Ef við gerum ráð fyrir að allir ferðist áfram með einkabílum og bætist ofan á umferðina sem er nú þegar á morgnana og kvöldin, t.d. á Miklubraut og Kringlumýrabraut, þá fer umferðin í algjört og endanlegt stopp.

Jafnvel þó við setjum mörg hundruð milljarða í fleiri akreinar og fleiri mislæg gatnamót þá væri það ekki einu sinni nóg. Tafatíminn myndi stóraukast fyrir alla – bæði þá sem nota almenningssamgöngur og þá sem nota einkabíla. Og þá á eftir að telja einhver hundruð milljarða í viðbót sem lenda á heimilum og fyrirtækjum vegna nýrra bíla og nýrra bílastæða. Áætlaður kostnaður við að fullklára Borgarlínu er 70 milljarðar og það verður gert í tveimur áföngum. Borgarlína er hluti af blandaðri leið sem er besta og hagkvæmasta leiðin fyrir Reykjavík í samanburði við alla aðra kosti.