Fólkið

Dagur B. Eggertsson

Dagur B. Eggertsson

Borgarstjóri

Dagur er borgarstjóri í Reykjavík. Hann er læknir að mennt og fæddist í Osló 19. júní 1972. Hann hefur mikinn áhuga á að leysa þessa húsnæðiskrísu og koma til móts við alla borgarbúa, hvort sem þeir vilja leigja eða eiga húsnæði. B-ið í nafninu stendur fyrir "Bergþóruson".

Hjálmar Sveinsson

Hjálmar Sveinsson

Borgarfulltrúi

Hjálmar er þekktur fyrir það að hjóla um alla borg, enda er hann mjög áfram um að efla almenningssamgöngur og heilsusamlegan ferðamáta. Hjálmar er með magistergráðu í heimspeki, bókmenntum og þýskum fræðum, en árin 1986-1997 bjó hann í Berlín og sá Berlínarmúrinn falla. Síðan þá hefur hann verið sannfærður um að ekkert sé ómögulegt: Römmustu virki óréttlætis geta fallið á svipstundu!

Heiða Björg Hilmisdóttir

Heiða Björg Hilmisdóttir

Borgarfulltrúi

Heiða er fædd á Akureyri 21. febrúar 1971 og er næringarrekstrarfræðingur. Hún vill enn betri borg fyrir barnafjölskyldur, brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, hlúa að leik- og grunnskólum borgarinnar og byggja upp nánara samstarf skóla og frístundaheimila við foreldra. Launamunur kynjanna, kynbundið ofbeldi, ofbeldi gegn börnum, fátækt, bágar aðstæður meðal fatlaðs fólks og aldraðra eru málefni sem eru henni hugleikin og hún berst fyrir. Heiða hefur í gegnum árin sinnt margs konar störfum, meðal annars ráðgjöf, kennslu, afgreiðslu og starfað við sauðburð, heyskap og mjaltir.

Skúli Helgason

Skúli Helgason

Borgarfulltrúi

Skúli helgar sig skólamálum í borginni. Hann telur menntamál vera lykilmálaflokk og vill vilja tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að gera það sem hugur þeirra stendur til. Skúli hefur einnig mikinn áhuga á græna hagkerfinu, umhverfisvernd og vistvænni atvinnustefnu.

Magnús Már Guðmundsson

Magnús Már Guðmundsson

Borgarfulltrúi

Magnús ólst upp í Neðra-Breiðholti og hefur síðustu ár starfað við kennslu í MK. Honum er umhugað um að stytta vinnuvikuna til að búa til fjölskylduvænna samfélag.

Kristín Soffía Jónsdóttir

Kristín Soffía Jónsdóttir

Borgarfulltrúi (í fæðingarorlofi)

Kristín Soffía byrjaði í Samfylkingunni eftir að hafa mætt á fund án þess að þekkja nokkurn og ausið úr skálum reiðar sinnar yfir verðbólgunni.
Eftir það var ekki aftur snúið og hún hefur tekið virkan þátt síðan. Kristín Soffía leggur áherslu öruggari, þægilegri, vinalegri og heilnæmari borg. Stóru tækifærin í Reykjavík að mati Kristínar Soffíu felast í bættum samgöngum, betri Strætó, fleiri hjóla- og göngustígum og bættri umferðarmenningu. Kristín Soffía er í fæðingarorlofi sem stendur. Hún á barn og mann og rosalega stóran, hvítan, loðinn kött að nafni Sir Alex.

Dóra Magnúsdóttir

Dóra Magnúsdóttir

Varaborgarfulltrúi

Sabine Leskopf

Sabine Leskopf

Varaborgarfulltrúi
Tomasz Chrapek

Tomasz Chrapek

Varaborgarfulltrúi
Eva H. Baldursdóttir

Eva H. Baldursdóttir

Varaborgarfulltrúi
Stefán Benediktsson

Stefán Benediktsson

Varaborgarfulltrúi