Á þessu kjörtímabili

 • Fyrsti áfangi Dalskóla tekinn í notkun
 • Annar áfangi Dalskóla verður tilbúinn í haust
 • Samið hefur verið um uppsteypu á sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal
 • Lokið samningum við Fram um flutning félagsins í Grafarholt og Úlfarsárdal
 • Hönnun framtíðar íþróttamannvirkja Fram hafin
 • Bættar vegtengingar milli Grafarholts og Úlfarsárdals
 • Nýir göngu- og hjólastígar innan og milli hverfa
 • Fjölgun íbúða í Úlfarsárdal með nýju skipulagi
 • Fallið frá hugmyndum um íbúabyggð við bakka Reynisvatns
 • Uppbygging hafin á 80 íbúðum á vegum Bjargs, byggingarfélags verkalýðshreyfingarinnar í Úlfarsárdal
 • Viljayfirlýsing við Golfklúbb Reykjavíkur um endurbætur á Grafarholtsvelli

Á næsta kjörtímabili 

 • Dalskóli verður tekinn í notkun í áföngum
 • Framkvæmdir við skólalóð Dalskóla verða í sumar
 • Tvær nýjar leikskóladeildir opna í Grafarholti strax í haust, ungbarnadeild við Geislabaug og nýr leikskóli í húsnæði Dalskóla verður tekinn í notkun haustið 2019
 • Sundlaug hefur verið flýtt um ár og opnar kennslulaug 2020 og útilaug 2021
 • Framkvæmdir hefjast við ný íþróttmannvirki Fram
 • Leikvöllur verður gerður við Reynisvatnsás
 • Endurbætur gerðar við golfvöllinn í Grafarholti
 • Nýjar íbúðir verða byggðar við Kirkjustétt
 • Lokið verði úthlutun lóða í Úlfarsárdal