Á þessu kjörtímabili

 • Ný pöntunarþjónusta Strætó fyrir íbúa á Kjalarnesi á leið 29 til viðbótar við leið 57 ásamt fjölgunar ferða á þeirri leið
 • Ný skólphreinsistöð
 • Nýtt deiliskipulag vegna breikkunar Vesturlandsvegar sem mun auka umferðaröryggi á svæðinu
 • Nýjar íbúðarhúsalóðir á Kjalarnesi og fjölgun lóða undir fjölbýlishús
 • Undirbúningur sölu einbýlishúsalóða í Grundarhverfi
 • Nýjar atvinnulóðir við Esjumela
 • Samningur við skógræktarfélag Kjalarness um skógrækt í Esjuhlíðum, skógrækt við Arnarhamar og stofnun barnalundar

Á næsta kjörtímabili 

 • Klára Brautarholtsstíginn
 • Ljúka stefnumótun um landbúnað innan borgarmarkanna
 • Halda áfram að efla samvinnuverkefnið Grænt Kjalarnes
 • Auka útivistarmöguleika, m.a. með stígagerð meðfram sjó og opnun gömlu póstmannaleiðarinnar
 • Vinna að lagningu ljósleiðara í dreifbýlinu
 • Auka samstarf skólabókasafns og borgarbókasafns
 • Bjóða fram lóðir með áherslu á ungt fólk og fyrstu kaupendur