Kosningakaffi og kosningavaka

Venju samkvæmt verður Samfylkingin í Reykjavík með kosningakaffi á kjördag og kosningavöku um kvöldið. Þar eru öll velkomin.

Kosningakaffið, þar sem boðið verður uppá kaffi og kruðerí, verður í Framheimilinu að Safamýri 26. Það hefst klukkan 14:00 og stendur yfir til klukkan 18:00.

Kosningavakan verður svo í Stúdentakjallaranum (þeim nýja undir Háskólatorgi). Húsið opnar klukkan 21:00 og stendur gleðin yfir fram eftir nóttu.

Elsku vinir, fjölmennum og gleðjumst saman!

Viðburðurinn á facebook