Örugg í íþróttum

Birtist fyrst í Kjarnanum  þann 8. febrúar 2018

Reykja­vík­ur­borg og Íþrótta­banda­lag Reykja­víkur (ÍBR) vinna saman að því að tryggja öryggi barna og ung­menna í íþrótta­starfi. Á fundi okkar þann 1. febr­úar var farið yfir þjón­ustu­samn­ing borg­ar­innar við íþrótta­fé­lögin þar sem kemur fram að fjár­veit­ingar til félag­anna eru skil­yrtar við að virk jafn­rétt­is­stefna og siða­reglur séu til staðar hjá hverju félagi og þar er einnig tekið fram að íþrótta­fé­lögum beri að fylgja mann­rétt­inda- og for­varn­ar­stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Það er mik­il­vægt að stefnur séu ekki bara orð á blaði heldur sé fólk með­vitað um þær og noti í dag­legu starfi. Að til séu við­bragðs­reglur um hvernig bregð­ast skuli við ef reglum og stefnum er ekki fylgt. Í kjöl­far frá­sagna íþrótta­kvenna af ofbeldi, áreiti og kynj­aðri mis­munum er ljóst að nauð­syn­legt er að fara yfir allt skipu­lagt íþrótta­starf, greina áhættur og bregð­ast við. Orð og skjöl gera ekk­ert eitt og sér og fram undan er vinna við að fara yfir og tryggja að þær reglur sem settar eru virki í raun fyrir alla og að íþrótta­fé­lögin viti hvernig bregð­ast skuli við komi upp slík mál. Fræðsla fyrir þjálf­ara, for­eldra og stjórn­endur íþrótta­fé­laga, yfir­ferð á siða- og við­bragðs­reglum sem og virkt heilsu­efl­ing­ar­starf eru lyk­il­þættir í starf­inu fram und­an.

Íþrótta­sam­fé­lagið og mik­il­vægi þess

Íþrótta­hreyf­ingin sam­anstendur af íbú­um, almenn­ingi sem hefur áhuga á íþrótt­um, stundar íþróttir eða á börn sem gera það. Við myndum öll í sam­ein­ingu íþrótta­sam­fé­lagið og við verðum því öll að taka höndum saman um að búa börn­unum okkar öruggt umhverfi í íþrótta­starfi sem og í annarri frí­stund sem börnin okkar stunda. Rann­sóknir hafa sýnt að þátt­taka í íþróttum og virkri frí­stund hefur mikið for­varna­gildi gegn neyslu vímu­efna og reyk­ingum auk þess sem hreyf­ingin sjálf gerir börnum gott. Það er því á margan hátt mik­il­vægt að þessir aðilar finni fyrir öryggi og viti hvert eigi að leita sé öryggi þeirra ógn­að.

Heilsu­efl­andi umhverfi barna í Reykja­vík

Öll börn eiga að fá að njóta sín í öruggu umhverfi. Með verk­efn­inu „Op­in­skátt um ofbeld­i“, sem inn­leitt verður í alla leik-, grunn­skóla og frí­stund í Reykja­vík munum við opna umræðu um börn og ofbeldi, fræða börnin um bæði and­legt og lík­am­legt ofbeldi og þjálfa þá sem vinna með börnum í að taka á slíkum málum ef þau koma upp. Sömu þjálfun þurfa allir sem vinna með börnum að fá og að því munum við í sam­ein­ingu stefna borgin og íþrótta­hreyf­ing­in. Við höfum þegar tekið stór skref í að trygga öryggi barna t.a.m með öfl­ugri for­varna­vinnu, breyttu verk­lagi hvað varðar umönn­unn barna sem upp­lifa heim­il­is­of­beldi. Heilsu­efl­ing­ar- og for­varn­ar­starf innan hverfa og skóla­sam­fé­lags­ins tekur til ofbeld­is­for­varna því börn eiga rétt á æsku án áreitni eða ofbeldis og það er okkar sam­eig­in­lega sam­fé­lags­lega verk­efni að tryggja þeim það.