Af hverju Áfram Reykjavík?

Áfram Reykjavík er okkar slagorð vegna þess að Reykjavík er á réttri leið og það skiptir öllu máli að við höldum áfram að byggja upp kraftmikla og nútímalega borg sem er fjölbreytt, skemmtileg og lifandi. Það er í raun mikilvægasta kosningamálið.

Við höfum skýra framtíðarsýn og höfum farið fyrir samhentum meirihluta í borgarstjórn. Stjórn borgarinnar hefur einkennst af stöðugleika undanfarin ár þrátt fyrir nokkurn óstöðugleika í stjórnmálum á landsvísu. Það versta sem gæti komið út úr kosningunum í vor væri afturhvarf til glundroða og gamaldags hugmynda um borgir og borgarskipulag. Við viljum ekki fara til baka í gamla tímann – og þess vegna segjum við: Áfram Reykjavík!