Er það rétt að nú sé Reykjavík að ganga í gegnum mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar?

Já, Reykjavík er að ganga í gegnum mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar og aldrei hafa fleiri íbúðir farið í uppbyggingu á einu kjörtímabili. Árið 2017 varð mesta íbúafjölgun í Reykjavík í 30 ár.

Súluritið hér að neðan sýnir fjölda íbúða sem hafin er uppbygging á í Reykjavík á hverju kjörtímabili frá árinu 1974. Á næsta kjörtímabili viljum við að halda áfram að leiða kraftmikla uppbyggingu um alla borg og leggja sérstaka áherslu á hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur.

Nýsmíði íbúða í Reykjavík 1974 – 2018 Fjöldi íbúða sem hafin er uppbygging á samkvæmt útgefnum byggingarleyfum frá Byggingarfulltrúa Reykjavíkur.

Nýsmíði íbúða í Reykjavík 1974 – 2018
Fjöldi íbúða sem hafin er uppbygging á samkvæmt útgefnum byggingarleyfum frá Byggingarfulltrúa Reykjavíkur.

Heimild: www.ibudauppbygging.is