Hvað hafa verið byggð mörg hjúkrunarheimili fyrir eldri borgara á síðustu 8 árum?

Hjúkrunarheimilið í Mörkinni opnaði á þessu tímabili og nú eru framkvæmdir hafnar við væntanlegt hjúkrunarheimili við Sléttuveg. Því miður hefur ríkið varið alltof litlu fjármagni til uppbyggingar hjúkrunarrýma en það horfir til betri vegar með nýlegu samkomulagi ríkis og Reykjavíkurborgar um að fundnir verði staðir fyrir 200-300 ný hjúkrunarrými á næstu árum.