Hvar eru allar þessar íbúðir?

Gamla hugsunin var sú að öll íbúðauppbygging í borginni kallaði á að ný hverfi væru reist frá grunni fyrir utan borgarmörkin. En nú á sér stað kraftmikil uppbygging um alla borg. Í stað þess að þenja út byggðina þá hefur á þessu kjörtímabili átt sér stað íbúðauppbygging á um 40 reitum víðsvegar um borgina (m.v. 10 íbúðir eða fleiri á hverjum reit). Þetta er stefna sem styrkir hverfin okkar, gerir þau sjálfbærari og eykur þannig lífsgæði íbúanna.