Hvenær á að setja í gang framkvæmdir við Kennaraháskólareitinn ?

Borgayrfirvöld hafa mikinn áhuga áð að þetta verkefni fari sem fyrst af stað. Staðan núna er sú að Byggingafélag aldraðra sendi inn fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi fyrir reitinn 18.4 sl.  Við það tækifæri bókaði umhverfis og skipulagsráð eftirfarandi:
Umhverfis og skipulagsráð samþykkir að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna hluta þeirra breytinga sem óskað er eftir, í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2018.
 
Einhverra hluta vegan hefur engin formleg tillaga borist okkur til meðferðar.  Hugsanlega er félagið sér ekki meðvitað um að boltinn er hjá þeim að senda inn slíka umsókn.   Um leið og umsókn hefur borist verður hún tekin til skjótrar meðferðar og afgreiðslu.