Hvers vegna var Reykjavíkurborg rekin með 28 milljarða afgangi árið 2017?

Það er ekki nema von að spurt sé enda er 28 milljarða afgangur ansi ríflegur afgangur. Þó er brýnt að hafa í huga að það skiptast alltaf á skin og skúrir og þess vegna er vissara að skila góðum afgangi þegar vel árar. Þetta höfum við gert á undanförnum árum.

Afgangurinn af rekstri borgarinnar árið 2017 var reyndar tvisvar sinnum meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það skýrist að hluta til af því að Reykjavík er að ganga í gegnum mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar og voru tekjur af sölu byggingarréttar enn meiri á árinu en áætlað var.