Samkvæmt upplýsingum undir „Hverfið þitt“ kemur fram að þið hafið tryggt íþróttastarf áfram í Safamýri í samvinnu við íbúa og iðkendur. Getið þið vinsamlegast upplýst mig aðeins frekar um þetta og hvernig farið verður að?

Eftir að skrifað var undir samning við Fram um að félagið myndi fara alfarið upp í Úlfarsárdal hófust vangaveltur um Safamýrarsvæðið. Því hefur margoft verið lýst yfir að gervigrasið og íþróttahúsið og öll þessi aðstaða verði þarna áfram svo hægt verði að bjóða upp á góða þjónustu við börn og ungmenni í hverfinu. Það er bara spurning um hvaða íþróttafélag gerir það. Þróttur var í okkar huga augljós kostur en þau hafa ekki lýst yfir vilja til að taka yfir aðstöðuna. Víkingar hafa sýnt þessu áhuga og sömuleiðis Valur. Hvað sem verður, þá munu krakkarnir í Safamýri fá toppþjónustu hér eftir sem hingað til. Strax á nýju kjörtímabili verður gengið til viðræðna við þessi félög með það að markmiði að finna farsæla lausn í góðu samráði við íbúa í hverfinu.