Aukið vald til hverfanna

 • Skerpa á hlutverki og ábyrgð hverfisráða til að þau verði öflugri vettvangur fyrir íbúa til að hafa áhrif. Auka ákvarðanatöku í hverfunum og aðkomu hverfisráða að ákvörðunum sem varða íbúa hverfisins.
 • Efla tengingu hverfisráða við borgarstjórn og borgarkerfið, t.d. með því að tryggja að borgarfulltrúi, einn eða fleiri, eigi sæti í hverju hverfisráði og með bættum tengslum hverfisráða að embættismönnum borgarinnar.
 • Efla forræði hverfisráða yfir úthlutun styrkja úr hverfissjóði Reykjavíkurborgar.
 • Halda áfram að veita auknu fjármagni til hverfa í verkefninu Hverfið mitt og bæta fleiri málaflokkum við verkefnið. Hverfið mitt er lýðræðisverkefni sem ætlað er að efla bein áhrif íbúa á nærumhverfi sitt.
 • Efla íbúasamtök innan hverfanna og hlutverk þeirra í hverfisráðunum. Huga verður að marbreytileika fulltrúa í hverfisráðum.

 

Betra upplýsingaflæði

 • Opna og þróa aðgengilegan upplýsingavef þar sem fram koma lykiltölur um stórt og smátt í starfi borgarinnar. Um leið þarf að efla almenna upplýsingagjöf um réttindi, skyldur og áskoranir fólks í borginni.
 • Auka enn frekar rafræna þjónustu við borgarbúa og leggja áherslu á fjölbreytt og aðgengilegt rafrænt kynningarstarf.
 • Fræða nýja kjósendur betur um rétt sinn.
 • Þróa áfram opin fjármál borgarinnar.
 • Halda áfram að bjóða íbúum á reglulega borgarafundi sem eru opnir og er streymt á netinu.
 • Markviss fræðsla fyrir borgarstarfsmenn til að tryggja að allar stjórnsýslueiningar borgarinnar fylgi stjórnsýslulögum í einu og öllu.
 • Auka gagnsæi í störfum nefnda og ráða borgarinnar, t.d. með því að birta í auknum mæli þau gögn sem unnið er með og með fjölgun opinna funda.
 • Auka skilvirkni umsóknakerfis vegna styrkja borgarinnar og bjóða umsækjendum stuðning ef þess þarf.
 • Vefir borgarinnar eiga að vera aðgengilegir öllum og skal þar í hvívetna fylgt hugmyndum algildrar hönnunar.
 • Í boði sé táknmáls- og/eða rittúlkun sé þess óskað þegar opnir fundir eru haldnir á vegum borgarinnar, þannig að allir íbúar geti notið upplýsingagjafarinnar.

 

Allir borgarbúar eigi rödd

Lýðræði í borginni snýst að mörgu leyti um aðgengi – aðgengi allra borgarbúa að upplýsingum og þjónustu, og aðgengi að þátttöku í ákvörðunum sem skipta þá máli.

 • Ljúka við gerð lýðræðisstefnu borgarinnar og nýta vettvanginn Betri Reykjavík til aukins samráðs við íbúa, t.d. með ráðgefandi atkvæðagreiðslum um tiltekin málefni.
 • Leggja áherslu á að virkja fólk sem virðist ekki skila sér á kjörstað né taka þátt í íbúalýðræði, svo sem ungt fólk og fólk með annað móðurmál en íslensku.
 • Efla ungmennaráð, öldungaráð og fjölmenningarráð með auknu samráði og aðkomu að ákvörðunum. Þá þarf einnig að efla virkt samráð við fatlað fólk um öll svið borgarinnar og vinna með notendaráðum fatlaðs fólks.
 • Hafa lýðræðis- og grasrótarfulltrúa í þjónustumiðstöðvum til að virkja fólk til þátttöku.