Borg mannréttinda

 • Algild hönnun er hugmyndafræði sem fjallar um hönnun og samsetningu umhverfis og vöru þannig að allir geti nálgast hana, skilið hana og notað, óháð aldri, stærð, færni eða fötlun. Öll nálgun ætti að vera hönnuð til að mæta þörfum allra borgarbúa.
 • Jafnaðarstefnan felst nákvæmlega í þessu – að hanna ekki bara vörur og byggingar heldur líka borgina Reykjavík og alla þjónustuþætti hennar í anda algildrar hönnunar fyrir alla hópa, án tillits til uppruna, aldurs, fötlunar, stéttar, litarháttar, trúarskoðana, stjórnmálaskoðana, kyns, kynhneigðar eða kynvitundar, heilsufars, líkamsgerðar eða annarrar stöðu.
 • Taka upp mannréttindavottun fyrir stofnanir og fyrirtæki sem fylgja mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar.
 • Auka mannréttindafræðslu á öllum sviðum og vera leiðandi í þeim efnum.
 • Endurskoða starfsmannastefnu borgarinnar með áherslu á margbreytileikann. Jafnréttissjónarmið þurfa almennt að ná lengra en til kynjajafnréttis.
 • Halda vöku okkar gagnvart margþættri mismunun.
 • Efla umræðu um líkamsvirðingu, fötlun  og margbreytileika almennt.

Innflytjendur

 • Innflytjendamál eru jafnaðarmál í hnotskurn. Setja þarf þátttöku og tækifæri innflytjenda í samfélaginu í forgang, meðal annars með aukinni upplýsingagjöf og réttindagæslu.
 • Fjölmenning er frábær, tölum hana upp, ekki niður.
 • Efla þátttöku barna með annað móðurmál en íslensku í frístundastarfi og ungmennalýðræði.
 • Hafa frumkvæði að þverfaglegu samstarfi við ríkið um mótun upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar fyrir innflytjendur í anda Bjarkarhlíðar.
 • Auka íslenskukennslu fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar og fyrir foreldra sem eiga sér íslensku ekki að móðurmáli.
 • Setja skýra túlkunar- og þýðingarstefnu með leiðbeiningum til starfsfólks borgarinnar og þá sem nota þjónustu hennar.
 • Bæta upplýsingagjöf á öðrum tungumálum en íslensku. Setja verkefnisstjórn yfir túlkunar- og þýðingarmálin í borginni. Ráða þýðendur í ensku og pólsku við upplýsingagjöf af hálfu borgarinnar.

Reykjavíkurborg á alltaf að vera í forystu í jafnréttismálum og kvenfrelsisbaráttan á áfram að vera áberandi við stjórn borgarinnar.

 

Femínismi

 • Reykjavíkurborg á alltaf að vera í forystu í jafnréttismálum. Kvenfrelsisbaráttan á áfram að vera áberandi við stjórn borgarinnar.
 • Við viljum útrýma kynbundnum launamun meðal allra starfsmanna Reykjavíkurborgar og fá jafnlaunavottun.
 • Borgin beiti sér fyrir breiðri samstöðu á vinnumarkaði um að hækka laun kvennastétta í komandi kjarasamningum.
 • Vinna gegn klámvæðingu með aukinni fræðslu og reglum gegn meiðandi auglýsingum í almannarýminu.
 • Vinna markvisst gegn því að störf hjá borginni skiptist í karlastörf og kvennastörf.
 • Huga að jafnrétti kynjanna í allri þjónustu borgarinnar svo hún nýtist öllum kynjum jafnt.
 • Efla Jafnréttisskóla Reykjavíkur, sem ætlað er að miðla þekkingu á jafnréttismálum til leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva.
 • Þróa áfram kynjaðar fjárhags- og starfsáætlanir til að stuðla að auknu jafnrétti og réttlátari nýtingu fjármuna – til menningar, húsnæðis, íþrótta, umferðarmála og svo framvegis.
 • Halda áfram með verkefni um styttingu vinnuvikunnar og innleiða hana þar sem mögulegt er til að auðvelda fólki að samræma vinnu og einkalíf.
 • Útrýma kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi borgarinnar.

Örugg borg án ofbeldis

 • Reykjavík á að vera örugg borg þar sem ofbeldi er aldrei liðið.
 • Ofbeldisvarnarnefnd hefur sannað mikilvægi sitt. Við viljum festa hana í sessi og taka enn stærri skref í átt að ofbeldislausri Reykjavík með því að hrinda aðgerðaáætlun gegn ofbeldi hratt í framkvæmd.
 • Efla samstarf Reykjavíkurborgar, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og aðila í ferðaþjónustu til að bæta öryggi á skemmtistöðum og í nágrenni þeirra. Fá fleiri forsvarsmenn og starfsmenn skemmtistaða í lið með okkur.
 • Efla þátttöku Reykjavíkur í verkefninu Nordic Safe Cities, þar sem markmiðið er að koma í veg fyrir áhættusama hópamyndun og stuðla að jöfnuði innan hverfa.
 • Efla enn samstarf Reykjavíkurborgar við Kvennaathvarfið, Lögregluna og Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við heimilisofbeldi. Sérstök áhersla á að bæta stöðu barna sem búa við heimilisofbeldi.
 • Festa Bjarkarhlíð, sem hefur gefið mjög góða raun, í sessi sem miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.
 • Standa með þolendum ofbeldis, veita þeim og aðstandendum þeirra stuðning og opna þeim leið til valdeflingar.
 • Reykjavíkurborg á að hvetja til þess að komið verði á fót karlaathvarfi.
 • Huga sérstaklega að viðkvæmum hópum og þeim sem eru útsettir fyrir margfaldri mismunun, svo sem heimilislausum konum og fólki af erlendum uppruna.
 • Valdefla fatlað fólk með fræðslu um ofbeldi og þau stuðningsúrræði sem eru fyrir hendi.
 • Tryggja öryggi allra sem hafa húsnæði á vegum borgarinnar og fræða alla starfsmenn um einkenni ofbeldis og hvernig koma má í veg fyrir það.
 • Auka þekkingu barna á ofbeldi og gera þau fær um að ræða það opinskátt og taka afstöðu gegn því. Innleiða verklagið „Opinskátt um ofbeldi“ í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum.
 • Vinna með samstilltu átaki gegn kaupum á vændi ásamt lögreglunni.
 • Fjölga úrræðum fyrir gerendur í ofbeldis- og kynferðisbrotamálum.
 • Hefja árvekniátak gegn mansali, bæði í tengslum við vændi og vinnumarkaðinn. Annast skilvirka fræðslu fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar.

Við leggjum kapp á að skapa borgarumhverfi þar sem engin upplifir útilokun á grundvelli kyns, kynvitundar eða kynhneigðar.

 

Hinsegin borg

 • Vinna að jafnrétti allra kynja á öllum sviðum samfélagsins.  
 • Leggja kapp á að skapa borgarumhverfi þar sem enginn upplifir útilokun á grundvelli kyns, kynvitundar eða kynhneigðar.
 • Veita hinseginsamfélaginu áfram sanngjörn áhrif á málefni borgarinnar og styðja við  starf Samtakanna ’78.
 • Stuðla að hinseginvænu skólakerfi og tryggja að bæði nemendur og starfsfólk leik- og grunnskóla, frístundaheimila og íþróttafélaga fái fræðslu í málefnum hinsegin fólks.
 • Styðja börn og ungmenni sem eru að finna sína leið í tengslum við kynhneigð og/eða kynvitund. Gæta sérstaklega að stöðu hinseginbarna í grunnskólum Reykjavíkurborgar.
 • Vinna að því að opinberar byggingar séu hinseginvænar, t.d. með kynlausum klósettum í opinberum byggingum og kynlausum klefum í sundlaugum borgarinnar.
 • Fræða sérstaklega um orðanotkun þar sem margir eru enn óöruggir, t.d. um transfólk. Orð meiða og heimurinn breytist.
 • Efla Reykjavík enn frekar sem hinsegin ferðamannastað og gera hinseginsögu borgarinnar hærra undir höfði.
 • Styðja sérstaklega hinseginfólk á hjúkrunar- og dvalarheimilum í borginni.
 • Efla hinseginkunnáttu starfsfólks sem veitir ráðgjöf hjá þjónustumiðstöðvum hverfanna.
 • Öll málnotkun í auglýsingum, markaðs- og upplýsingaefni frá borginni verði kynhlutlaus.