Leikskólar fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri

 • Öllum 12 til 18 mánaða börnum í Reykjavík bjóðist leikskólarými á næstu 4 til 6 árum. Til þess þarf að ráðast í stórátak:
 • Byggja allt að 6 leikskóla sérstaklega á uppbyggingarsvæðum í nýjum hverfum og fjölga leikskólarýmum um 750 til 800.
 • Fjölga sérhæfðum ungbarnadeildum í öllum hverfum borgarinnar og bjóða börnum yngri en 18 mánaða rými á þeim deildum. Í haust voru opnaðar 7 nýjar ungbarnadeildir og strax næsta haust verða opnaðar 7 nýjar ungbarnadeildir til viðbótar.
 • Fjölga rýmum fyrir börn yngri en 18 mánaða á sjálfstætt starfandi leikskólum og hjá dagforeldrum.
 • Fjölga leikskólakennurum, meðal annars með því að hvetja ungt fólk til að leggja stund á nám í leikskólafræðum, kynna störf á leikskólum og fjölga sumarstörfum.
 • Halda áfram að bæta kjör og vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla á grundvelli tillagna starfshóps um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara í Reykjavík. Auka rými barna á leikskólum og fjölga starfsfólki á elstu deildum. Umbuna sérstaklega þeim sem eru með langan starfsaldur. Bæta vinnuaðstæður og fjölga tækifærum til starfsþróunar.
 • Styðja ófaglært starfsfólk leikskóla til að afla sér fagmenntunar og beita raunfærnimati til að meta starfsreynslu þess og þekkingu.

Styðja þjónustu dagforeldra

 • Auka gæði og öryggi í dagforeldrakerfinu sem raunhæfum valkosti fyrir ung börn.
 • Beita sérstökum hvötum, svo sem húsnæðisstuðningi, til að fleiri dagforeldrar starfi saman í pörum. Það eykur öryggi barnanna og ýtir undir stöðugleika og fjölbreytni í starfinu. Í þessum efnum hefur náðst góður árangur og nú starfar um helmingur allra dagforeldra í pörum.
 • Auka fræðslu og ráðgjöf til dagforeldra og bjóða stuðning, til dæmis námsstyrki.
 • Beita jákvæðum hvötum til að fjölga dagforeldrum, svo sem með húsnæðisstuðningi og meiri niðurgreiðslum til foreldra sem eru með börn hjá dagforeldrum.

Styrkja stöðu kennara

 • Bæta kjör og starfsaðstæður kennara í leik- og grunnskólum.
 • Auka sjálfstæði og sveigjanleika kennara í starfi og stytta vinnuvikuna, svo sem með minnkun kennsluskyldu og auknum tíma til undirbúnings.
 • Minnka álag og fækka verkefnum með það að markmiði að kennarar geti einbeitt sér að kennslu og undirbúningi hennar.
 • Fjölga kennaranemum með samstilltum aðgerðum og samstarfi borgar, ríkis, kennarasamtaka og háskóla.
 • Beita sér fyrir hagnýtari áherslum í kennaranámi og efla starfsþróun til að búa kennara betur undir kennslu á vettvangi, svo sem kennslu barna með annað móðurmál en íslensku, fatlaðra barna, barna með raskanir eða sérstakar þarfir.
Styðjum börn, foreldra og skóla í að takast á við stafrænan veruleika og fjórðu iðnbyltinguna.

Ný framsækin menntastefna fyrir 21. öldina

 • Valdefla nemendur og auka áhrif þeirra á eigið nám, innihald þess og skipulag.
 • Efla félagsfærni barna og sjálfseflingu og ýta undir samkennd, íhugun og núvitund.
 • Stórauka áherslu á náttúruvísindi og raungreinar og auka samstarf skóla við stofnanir og fyrirtæki á sviði umhverfismála, náttúruvísinda og orkumála.
 • Fjölga valkostum á sviði verk- og tæknináms á unglingastigi grunnskóla samhliða aukinni kynningu á framhaldsnámi í þeim greinum í samstarfi við atvinnulífið.
 • Styðja börn, foreldra og skóla í að takast á við stafrænan veruleika og fjórðu iðnbyltinguna.
 • Hvetja til þess að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður í núverandi mynd. Treysta kennurum og skólum fyrir því að veita nemendum og foreldrum nauðsynlega endurgjöf og upplýsingar um námsstöðu nemenda.
 • Innleiða nýja menntastefnu með stórauknu fjármagni í skólaþróun og áherslu á faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði skóla þar sem starfsfólki er treyst til að nýta fagmennsku sína.

Tryggjum hag allra barna

 • Vinna með samstilltum aðgerðum að því að einelti verði útrýmt í skólum borgarinnar.
 • Vinna gegn félagslegri einangrun barna í skólasamfélaginu, með því að leggja áherslu á jafningjastuðning og samkennd í nemendahópnum.
 • Beita snemmtækri íhlutun í auknum mæli í leikskólum og yngsta stigi grunnskóla.
 • Mæta þörfum fatlaðra barna og barna með raskanir og sérþarfir á þeirra eigin forsendum í námi og frístundum við grunnskólana með auknum námsstuðningi og félagslegum stuðningi.
 • Leggja við endurnýjun leiktækja á skólalóðum áherslu á að koma fyrir tækjum og skapa aðstöðu sem ýtir undir fjölbreytta hreyfingu fyrir börn á öllum aldri.
 • Auka formlegt samstarf ríkis, borgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um raunhæfar aðgerðir til að draga úr brotthvarfi barna úr framhaldsskólum og minnka hættu á skólaforðun eða skólafælni í grunnskólum.

Markviss skólaþjónusta með börnin í fyrirrúmi

 • Stoðþjónusta við nemendur fari fyrst og fremst fram innan skólanna og bæði nemendum og kennurum verði auðveldara að leita til sérhæfðs starfsfólks. Lögð verður áhersla á að ráða fólk úr fleiri fagstéttum í skólana til að hægt sé að koma betur til móts við fjölbreytilegar þarfir nemenda.
 • Einfalda allt fyrirkomulag sérkennslu, stuðnings og skólaþjónustu þjónustumiðstöðva með hag barnanna í fyrirrúmi.
 • Stuðningur við börn miðist við þarfir þeirra en sé ekki háður læknisfræðilegum greiningum.
 • Auka samstarf við háskólasamfélagið um rannsóknir á framkvæmd og árangri sérkennslu, stuðnings og skólaþjónustu.
Sköpum kennurum aðstæður og stuðning til að efla lestrarfærni og lesskilning allra barna með það að markmiði að þau geti lesið sér til gagns og gamans.

Eflum lestrarfærni og lesskilning

 • Skapa kennurum aðstæður og stuðning til að efla lestrarfærni og lesskilning allra barna með það að markmiði að þau geti lesið sér til gagns og gamans.
 • Halda áfram að styrkja stöðu skólabókasafna sem menningar- og upplýsingamiðstöðva í skólum borgarinnar, auka fjármagn þeirra til bókakaupa og efla enn frekar samstarf við bókaútgefendur um að börn eigi kost á íslenskum barna- og unglingabókum.
 • Leggja áherslu á að finna snemma þau börn í leikskólum og grunnskólum sem þurfa sérstakan stuðning við málþroska, orðaforða og lestrarfærni. Styrkja stöðu þeirra og huga sérstaklega að börnum með annað móðurmál en íslensku.
 • Auka samstarf við foreldra um aukinn lestur barna með sérstakri áherslu á leiðir til að auka og viðhalda áhuga barna á lestri.  

Fjölbreyttur og næringarríkur matur í skólunum

 • Tryggja börnum í skólum bragðgóðan, næringarríkan og fjölbreyttan mat þar sem framleiðsla, meðhöndlun og neysla gengur ekki gegn náttúrunni.
 • Bjóða grænmetisfæði fyrir alla sem vilja í skólum borgarinnar.

Aðgerðaáætlun í málefnum barna með annað móðurmál en íslensku

 • Auka enn frekar framlög til íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku.
 • Efla móðurmálskennslu barna sem hafa annað móðurmál en íslensku og fjölga brúarsmiðum sem styðja með fjölbreyttum hætti við bakið á börnum og foreldrum þeirra.
 • Auka samstarf við samtökin Móðurmál og tryggja börnum sem njóta móðurmálskennslu á þeirra vegum nám sér að kostnaðarlausu. Samstarfið feli meðal annars í sér ákveðna verka- og aldursskiptingu til að þjónustan sé bæði markviss og standi sem flestum börnum til boða.
 • Stuðla að auknu samstarf heimila og skóla með markvissri upplýsingagjöf og samstarfi fagfólks skólanna við foreldra allra barna með annað móðurmál en íslensku.
 • Auka fjárframlög til leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila þar sem hlutfall barna með annað móðurmál en íslensku er hátt.
 • Hvetja starfsfólk með annað móðurmál en íslensku til menntunar og framgangs innan skólakerfisins.

Meira list- og verknám

 • Auka hlut list- og verknáms í daglegu starfi leik- og grunnskólabarna, þar með talið nýsköpunarnáms.
 • Fjölga tækifærum barna til að stunda gjaldfrjálst listnám á samfelldum skóla- og frístundadegi.
 • Halda áfram að styðja við öfluga starfsemi skólahljómsveita, tónlistarnáms og kórastarfs í skóla- og frístundastarfi á vegum borgarinnar.
 • Efla samstarf skóla við menningarstofnanir og listamenn.
 • Auka náms- og starfsráðgjöf á mið- og unglingastigi grunnskóla.
 • Efla kynningu margvíslegra iðn- og verkgreina í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.
Öll börn eiga að hafa greiðan aðgang að frístundastarfi, óháð fötlun, efnahag foreldra eða félagslegri stöðu.

Fjölbreytt íþrótta- og frístundastarf

 • Öll börn eiga að hafa greiðan aðgang að frístundastarfi, óháð fötlun, efnahag foreldra eða félagslegri stöðu. Við höfum hækkað frístundastyrki úr 35 í 50 þúsund krónur á barn og aukið systkinaafslætti, sem nú eru veittir þvert á öll skólastig.
 • Ónýttir frístundastyrkir renni í sjóð innan viðkomandi hverfis, sem nýttur verði til að styrkja börn og ungmenni sem ekki njóta skipulegs frístundastarfs.
 • Styrkir til íþróttafélaga byggist á þeim forsendum að fylgt sé skýrri jafnréttisáætlun og áætlun um ofbeldisvarnir og að í félaginu sé í boði styrkir fyrir fjölskyldur með lágar tekjur, svo sem til að standa straum af keppnisbúningum, ferðakostnaði o.fl.
 • Auka félagsmiðstöðva- og frístundastarf fyrir 10 til 12 ára börn.
 • Nýta styrkleika frístundarinnar til að þróa ný og fjölbreytt sumarstörf fyrir unglinga í 8. til 10. bekk.
 • Auka stuðning við alls konar íþróttir og tómstundir með áherslu á almenningsíþróttir.
 • Draga úr skutli foreldra í frístundir með því að samnýta betur frístundastrætó fyrir alls konar frístundastarfsemi.
 • Auka samstarf skóla, frístundamiðstöðva og íþróttafélaga með það að markmiði að stytta starfsdag barna og ungmenna.