Íþróttir og lýðheilsa

Reykjavík er á iði! Hlauparar, göngugarpar, hjólreiðafólk og krakkar á öllum aldri eru í leikjum langt fram á kvöld. Við elskum sundlaugarnar okkar, skólalóðirnar hafa verið teknar í gegn og hjólreiðastíganetið þrefaldað á síðustu árum. Nú viljum við setja borginni lýðheilsustefnu til að hnýta saman alla þessa góðu heilsuþræði sem skapa bæði hamingju og hreysti.

 • Frábær árangur í forvörnum og ný forvarnarstefna

  Í Reykjavík hefur náðst ótrúlegur árangur í forvörnum. Unglingar í Reykjavík lifa miklu heilbrigðari lífsstíl en áður, þökk sé samstilltu átaki. Nýsamþykkt forvarnarstefna er mikilvæg til að halda áfram á sömu braut.

 • Hækkun frístundakortsins í 50.000 krónur árlega

  Við viljum tryggja að öll börn búi við jöfn tækifæri til frístundastarfs, frelsi til að prófa ólíkar frístundir og möguleika á hollu og skemmtilegu frístundastarfi á sanngjörnu verði. Við fórum í átak um ódýrari frístundir fyrir alla á yfirstandandi kjörtímabili. Því það er mikilvægt að fjölga börnum í frístundastarfi og tryggja jöfn tækifæri þeirra.

 • Hjólaborgin Reykjavík

  Fáir blettir í borgarlandinu eru jafn vel nýttir og lóðir í kringum leik- og grunnskóla. Við höfum síðustu árin varið 1,5 milljarði í endurgerð skólalóða og viljum halda áfram að taka þær í gegn. Þær eru góð fjárfesting í lýðheilsu og lífsgæðum og spennandi skólalóð er sannkallað hreyfiafl!

 • Uppbygging fyrir íþróttir

  Stærstu verkefnin framundan er nýtt fimleikahús fyrir Fjölni við Egilshöll og miðstöð í Úlfarsárdal fyrir íþróttahús Fram, sundlaug, skóla og menningarstarf. Mörg smærri verkefni eru á döfinni um alla borg sem gleðja munu unga sem eldri og hvetja til hreyfingar og leikja. Mörg þeirra verkefna voru valin af Reykvíkingum sjálfum í hverfakosningunni Betri hverfi.

 • Lýðheilsustefna fyrir Reykjavík

  Heilbrigði og velferð er einn af grunnþáttum menntunar og skólar eiga að vera heilsueflandi. Nýlega fór borgin í samstarf við Landlæki á sviði lýðheilsu; um heilsueflandi samfélag, heilsueflandi skóla og meiri jöfnuð og nú viljum við setja borginni lýðheilsustefn

 • Sundlaugaborgin Reykjavík

  Við höfum á síðustu árum gert sundlaugarnar okkar fínar fyrir 1,5 milljarða króna og nýverið lengdum við opnunartímann. Á næstu árum höldum við áfram að gera góðar sundlaugar enn betri enda eru þær bæði samkomustaður og heilsulind.