Velferð – Mannréttindi, forvarnir og lýðheilsa

Við skiptum öll máli og það eru mikilvæg mannréttindi að taka virkan þátt í samfélaginu. Við sættum okkur hvorki við fátækt eða félagslega útskúfun í Reykjavík. Forvarnir forða einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu öllu frá miklum vanda.

Við skiptum öll máli

 • Tækifæri til vinnu, náms, starfsendurhæfingar eða meðferðar

  Við viljum bjóða þeim sem þarfnast fjárhagslegrar aðstoðar tækifæri til vinnu, náms, starfsendurhæfingar eða meðferðar, allt eftir því hver vandinn er.

 • Greiða fyrir frístund og skólamáltíðir barna

  Við viljum greiða fyrir frístundir og skólamáltíðir barna þeirra foreldra sem ekki eiga þess kost.

 • tryggja þátttöku barna af erlendum uppruna

  Við viljum tryggja þátttöku barna af erlendum uppruna í vönduðu frístundastarfi.

 • Menntaátak að fyrirmynd Breiðholtshverfis

  Við viljum bæta stöðu fólks sem hvorki finnur sig í námi né vinnu  í fleiri hverfum með innleiðingu á menntaátaki að fyrirmynd Breiðholtshverfis.

 • Vinna gegn einangrun aldraðra

  Við viljum vinna gegn einangrun aldraðra, ekki síst fólks af erlendum uppruna.

Velferð barna og ungmenna er forgangsmál

 • Laga kerfið að barninu

  Við ætlum að laga kerfið að barninu, en ekki barnið að kerfinu.

 • Hverfi útfæri stuðning við börn og ungmenni.

  Við viljum að hvert hverfi fái frelsi til að útfæra sinn stuðning við börn og ungmenni.

 • Grípa inn í ef barn þarf aukinn stuðning

  Við viljum grípa strax inn í ef kviknar grunur um að barn þurfi aukinn stuðning.

 • Sporna gegn brotthvarfi

  Við viljum vinna með ungu fólki á aldrinum 16 til 18 ára sem er að flosna úr námi.

 • Skólaskólaskylda til 18 ára

  Við viljum hefja umræðu um skólaskyldu til 18 ára aldurs.

 • Stuðningur við börn með raskanir

  Við viljum auka stuðning í skólum og frístundastarfi fyrir börn með tilfinningalegar raskanir, sem og auka þekkingu starfsfólks á þörfum þeirra.

Réttindi fatlaðs fólks og hugmyndafræðin um sjálfstætt líf

 • Samningur sameinuðu þjóðanna

  Við viljum koma til móts við fólk með fötlun í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

 • NPA

  Við ætlum að vinna áfram að þróun og innleiðingu notendastýrðar persónulegrar aðstoðar.

 • Þjónusta óháð búsetuformi

  Við ætlum að skilgreina rétt til þjónustu óháð búsetuformi.

 • Eyða biðlistum eftir stuðningsþjónustu

  Við viljum vinna markvisst að því að eyða biðlistum eftir stuðningsþjónustu.

 • Íbúðir í stað herbergjasambýla

  Við ætlum að eyða biðlistum eftir húsnæði og vinna markvisst að lokun herbergjasambýla.

 • ferðaþjónusta fatlaðs fólks

  Við lítum á ferðaþjónustu fatlaðs fólks eins og almenningssamgöngur og viljum að ferðaþjónustan sé til reiðu þegar hennar er þörf og óháð bílastyrkjum TR.

Mannréttindi utangarðsfólks

 • Fólk á ekki að þurfa sofa úti

  Í Reykjavík á fólk ekki að þurfa sofa úti. Við viljum tryggja mannréttindi utangarðsfólks með raunhæfum úrræðum.

 • heilbrigðisvandi utangarðsfólks

  Við viljum taka á málum utangarðsfólks sem heilbrigðisvanda.

 • húsnæði fyrir þá verst settu

  Það er forgangsatriði að finna húsnæði fyrir þá sem eru í hættu að lenda á götunni.

 • Hvíldarúrræði

  Við viljum koma upp hvíldarúrræði fyrir fólk í mikilli neyslu.